Færsluflokkur: Menning og listir
4.2.2009 | 22:13
Gaman saman
- Nn hestur (vindótttvístjörnóttur) frá Geirmundarstöðum, M: Máney frá Geirmundarstöðum, eigendur: Bryndís Karlsdóttir, Þórður Baldursson og Óli Svavar Ólafsson.
- Óðinn frá Geirmundarstöðum (brúnn), M: Gná frá Geirmundarstöðum, eigandi: Dagný Karlsdóttir
- Folda frá Skarði (vindótt), M: Framtíð frá Skarði, eigandi: Hilmar Jón Kristinsson
- Neisti frá Geirmundarstöðum (rauður), M: Glóð frá Geirmundarstöðum, eigandi: Jóhanna B. Einarsdóttir
Menning og listir | Breytt 10.2.2009 kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.12.2008 | 19:53
Hér kemur ein góð...
Áttu mynd af Glymi frá Landsmóti 2008
Sendu okkur endilega mynd/ir ef þú átt... og endilega ef þú lumar á mynd af afkvæmi undan honum...sendu á
glymur@visir.is
If you have any photos of Glymur and his offspring, pleace send it to us, glymur@visir.is
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2008 | 20:00
Svalur er Stormurinn
Fengum senda þessar myndir frá henni Eygló. Greinilega jarpvindóttur blessaður kúturinn. Takk fyrir þaðVæri frábært að fá fleiri myndir sendar af honum....
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2008 | 17:09
Kíkjum aðeins betur á þetta......
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2008 | 21:19
Flott meri
Iðunn frá Þorkelshóli 2 f.2007
Sire:Glymur frá Innri-Skeljabrekka, Dame:Isold frá Neðra-Vatnshorni 2nd prize silverdapple, 9 for willingness, 8,5 for tölt,trot and canter as 5 years old.
Isold er undan supergraddanum Gusti frá Grund.
Hún er til sölu, sjá hér
Verður gaman að fylgjast með þessari stelpu.........
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008 | 17:46
Skykkjan skokkar um
Við fengum sendar tvær myndir af henni Skykkju. Eins og sjá má er hún dugleg að skokka um og fer fimlega á milli þúfna.
Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með Lilja, alltaf gaman að fá fréttir og myndir
Gangi ykkur allt í haginn
kv. Glymurgroup
Menning og listir | Breytt 18.11.2008 kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008 | 22:21
Litferði afkvæma Glyms
Hér gefur að líta litadreifingu afkvæma Glyms. Dreifingin nær yfir þau 100 afkvæmi sem skráð hafa verið í Worldfeng. Þannig að það eru 31 og rúmlega hálft með móvindótta litinn.
Töluvert mörg akvæma Glyms eru glófext og undir aðrir litir kemur vindótti liturinn fyrir eins og t.d. bleikálótt vindótt og vindskjótt.
Sjá yfirlit yfir skráð afkvæmi hér (hægt að sjá hver er móðir, lit afkvæmis og móður)
Góðar stundir góðir gestir
Menning og listir | Breytt 12.10.2008 kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2008 | 19:33
Ofurléttur Hlíðdal
Það er ótrúlegur kraftur og mikið líf í Hlíðdal. Hér má sjá hvernig hann tætir yfir þúfurnar á Eyri með svo miklum krafti og fimi að það er engu lagi líkt. Er hann mjög léttur á sér, enginn leti þar á ferð og þarf ekkert að reka á eftir kauða, hann bara leikur sér allan daginn og spólar um. Tilþrifin eru slík að unun er á að horfa, enda er hann óvenju myndarlegur.
Fleiri myndir af Hlíðdal hér
Menning og listir | Breytt 28.9.2008 kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2008 | 18:45
Lena og Finnur
Já góðir gestir Lena er sem fyrr létt á fæti, svífur um og leikur sér enda dugleg stelpa og laus við alla leti. Það þarf ekki að reka mikið á eftir henni, bara að segja gobbi,bobb!!!
En Finnur er sem áður frekar þungur á sér og vill bara hanga og skoða sig um. Hann er ekki mikið fyrir að hlaupa, meira fyrir að éta og freta. En hann á þó spretti inn á milli en það gerist nú bara þegar einhver rekur hann áfram og segir svona ,,hó, hó, enga leti Finnur, áfram nú"!!!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 18:53
100 skráð afkvæmi
Fjöldi
2004 (3)
2005 (18)
2006 (28)
2007 (42)
2008 (9*)
*Enn á eftir að skrá töluverðan fjölda afkvæma nú í sumar
Það er hægt að segja að frjósemin sé í lagi gott fólk. Ég vona bara að það fari ekki fyrir Glymsa graða eins og fór fyrir hrútinum í Blönduhlíð forðum, en hann reið yfir sig og dó..............
sjá upplýsingar um Glym á Eiðfaxa hér
Menning og listir | Breytt 21.9.2008 kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)