Í miklu stuði

LétturGlymur hefur verið í léttri þjálfun og er svakalega líflegur og léttur þrátt fyrir frekar þungan knapa. Knapinn er um 126 kg en Glymur finnur ekki fyrir því. Gárungar í sveitinni hafa aldrei séð hest bera jafn feitan knapa eins og raun ber vitni, önnur eins hlussa hefur ekki sést í Borgarbyggð ríðandi á jafn fallegum hesti, eins og flestir í sveitinni eru sammála um. En Glymur er í góðu standi, léttur, kátur og glansandi fínn og líður hreint alveg ótrúlega vel þrátt fyrir allt saman. Heyrst hefur að knapinn sé kominn á Nupolétt.

 Hér kemur ódýr vísa:

 

Finnur er þar þungur knapi

á baki dansinn vekur

Er hann samt í léttu skapi

kröftug sveiflan skekur

Hægt er að sjá fleiri nýjar myndir af Glym undir myndaalbúm en myndaalbúmið heitir Glymur í febrúar 2007.

Þar má sjá glymjandi gleði   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband