23.2.2007 | 21:57
Vindóttir gullmolar
Hafiði séð annað eins!!!! Er ekki mikil reisn yfir þessum unga fola? Tignarlegur teygir hann úr sínum fallega hálsi svo fólk sem fer hjá stoppar og spyr sig, ,,hvaðan kemur þessi ".......
Þessi foli kemur úr Dölunum, nánar tiltekið úr Saurbæjarhrepp og heitir Týr frá Miklagarði. Hún Magga í Miklagarði var svo vinaleg að senda okkur þessa mynd af honum.
Töluvert af vindóttum folöldum hafa komið undan Glym. Þau fara alla jafna um á tölti, brokki og grípa mörg hver í skeið.. Hver veit nema að bráðum komi video af einu þeirra síðar..........
Kominn eru inn á síðuna nokkur folöld undan Glym. Hægt er að sjá þau undir Afkvæmi. Fleiri myndir af þessum folöldum eru svo hægt að finna undir Myndaalbúm.
Ef þú lumar á mynd af afkvæmi undan Glym og einhverri af þeim fallegu merum sem hafa heimsókt hann þá væri gaman ef þú sendir okkur hana....nem.gunnarhg@lbhi.is Gaman væri að fá fleiri en eina
Flokkur: Menning og listir | Breytt 29.3.2007 kl. 12:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.