Vænting frá Ásgarði í 1 sæti og valin glæsilegasta folaldið

vænting og verðlaunHó, hó, hó !!! Hvað er nú að gerast... Jú, hún Vænting var að minna á sig, góðir gestir.....Whistling

Á folaldasýningu hestamannafélagsins Mána í reiðhöllinni á suðurnesjum gerði Vænting frá Ásgarði loftið rafmagnað. 

Vænting sýndi allar sínar bestu hliðar, bæði tölti, brokkaði og skeiðaði með svo miklum tilþrifum að þulurinn í húsinu átti í vandræðum með munnkirtlanna.

og brosaÁ sýningunni komu fram 20 merfolöld og 10 hestfolöld. Vænting var valin í fyrsta sætið af merfolöldunum og valin glæsilegasta folaldið af þeim öllum. Og þá leið yfir nokkra áhorfendur.

Við eigendur pabba gamla, Glyms frá Innri-Skeljabrekku óskum ræktendum, eigendum og Væntingu til hamingju með stórkostlegan árangur. Megi gæfa og gleði fylgja ykkurSmile

Ef þú vilt eignast fasmikið, litfagurt, stórskrefótt og gangsamt folald með stórkostlegar hreyfingar og mýkt þá skaltu taka upp símann og hringja, 849-6899 (Finnur), og panta toll .................. 

Við bíðum full eftirvæntingar að heyra meira frá þessum gullmola

Sjá nánar um sýninguna á heimasíðunni í Ásgarði hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband