Góðar hestasögur

horse faceKommi frá Höfn
Hamar og SigðKommi er brúnn og fæddur 1993 og er náttúrlega undan Hamri og Sigð eins og nafnið felur í sér. Gunnsi rafvirki og heiðursgestur á hann og hefur á honum óskiljanlegt eftirlæti, þar sem hesturinn er ekki frægur fyrir neitt annað en eiganda sinn og hina ógleymanlegu sýningu á föður hans á fjórðungsmótinu á Fornustekkum árið 1995 og er ólíklegur talinn til þess að setja met og öðlast frægð, þó enn sé reyndar möguleiki á slíku. En ástin spyr ekki um rök og ástæður. Á umræddri sýningu reið Haraldur í Haga Hamri gröðum með standpínu um allar vallarbrautir með skvettum og prjóni, útundansérhlaupum og uppstökkum, hoppum og híum, hvæsi og hvíum, sem alls staðar mátti greina. Það heyrðist í áhorfendabrekkunni, á sýningarbrautinni, í meragerðunum út við Fornastekkarot, úr dómarabásunum og í hátalarakerfinu. Þá var Hamar stórkostlegur en féll ekki sem allra best að hefðbundinni sýningarhegðun
(Páll Imsland -Tekið saman janúar 2004)

Sjá fleiri góðar sögur undir síður-hestasögur, þar eru t.a.m. sögur af Hitler frá Hömrum, Óðu-Rauðku 2, Litla-Skít frá Fornustekkum og Framsóknar-Grána frá Einholti 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband