Litadreifing afkvæma Glyms

30% afkvæma Glyms bera vindótta litinn. Af 48 skráðum afkvæmum inn á worldfeng.com eru 14 afkvæmi sem bera vindótta litinn. Flest eru þau móvindótt eins og Glymur þó jarpvindótt og vindskjótt komi einnig fyrir. 5 afkvæmi eru glófext. Myndin hér til hliðar gefur gleggri mynd af litadreifingunni.

Hátt hlutfall vindótta litsins það sem af er sumri

13 afkvæmi hafa komið nú í sumar, svo vitað sé og eru 9 þeirra vindótt, 6 móvindótt, tvö jarpvindótt og eitt jarpvindskjótt. Tvö eru brún, eitt rautt og eitt móálótt. Þau kunna að vera fleiri kominn í heiminn en ég hef ekki haft fregnir af því. Það væri frábært að fá þær.......Cool

Tíu þeirra eru hér á síðunni og hin koma vonandi síðar, tvö af þeim vindótt allavega...............Það er gaman að þessuWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband