12.7.2008 | 15:33
Frelsinu feginn
12. júlí 2008 Frétt frá þeim í Neðra-Seli-urvalshestar.is
Glymur byrjaður að sinna hryssum
Glymur frá Innri-Skeljabrekku er byrjarður að sinna hryssum í Neðra-Seli, og er nánast fullt hjá honum á fyrra gangmáli. Það verður þó sónað frá honum eins fljótt og hægt er og því er enn möguleiki að koma til hans hryssum við það tækifæri. Glymur er frábær alhliða gæðingur sem núna rétt um daginn var í B-úrslitum í A-flokki gæðinga á Landsmótinu. Glymur hefur einnig hlotið hæstu hæfileikaeinkunn fjögurra vetra stóðhests fyrr og síðar, 8,69 ef minnið er ekki að stríða mér. Glymur var frelsinu feginn þegar hann stökk af stað í hryssuhópinn sinn fyrr í vikunni eins og myndin sýnir.
Glymur byrjaður að sinna hryssum
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.