25.7.2008 | 19:00
Myndarleg dóttir
Fengum sendar myndir af gullfallegri Glymsdóttur.
...Birta okkar beið fram yfir LM með að kasta og kom þá með þessa fínu hryssu fyrir okkur. Myndirnar eru af henni ný fæddri og svo dagsgamalli en það er allveg með ólíkindum hvað hún lék sér fljótt, var farin að hoppa og hlaupa um allt eftir ör fárar klst eftir fæðingu. Hún sýnir mest tölt og brokk en ég hef nú séð fimmta gírnum brugðið fyrir sig ef mikið hefur legið við ;-)
Við erum búin að halda Birtu aftur og þar var mikið spurt um þá stuttu, allir hrifnir af henni bæði hvað hún er falleg og gangurinn góður ;-)
Kv Lilja Sigurðard
Til hamingju með þessa flottu hryssu....
Fleiri myndir hér
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.