31.8.2008 | 11:35
Hefur fyljað gífurlega vel

Sónað frá Glym í gær
Það hefur gengið framúrskarandi vel með hann Glym frá Innri-Skeljabrekku í sumar hjá okkur. Hann kom eftir Landsmót og hefur fyljað alveg gífurlega vel síðan. Í gær sónuðum við þær hryssur sem var hugsanlega hægt að sjá fyl í til að fækka hjá honum, og það er skemmst frá því að segja að þær voru allar fylfullar. Vegna tímaleysis er ekki enn búið að hringja í alla eigendur þessara hryssa, en það verður gert í dag, og þeir beðnir um að sækja þær um helgina.
Hesturinn verður hjá okkur út september og vegna þess hve vel hefur gengið er ennþá hægt að lauma inn til hans hryssum sem einhverra hluta vegna eru ekki fengnar, því hann tekur þessu öllu með stóískri ró. Hafið samband ef þið viljið nýta þennan frábæra og litfagra gæðing meðan hann er á Suðurlandi.
Glymur fór aðeins fjögurra vetra í 8,33 í aðaleinkunn, og fékk þar af 9 fyrir tölt og vilja, og 8,5 fyrir brokk, skeið og fegurð í reið. Hann er framúrskarandi samræmisfallegur, faxprúður og síðast en ekki síst geðgóður og óvenju litfagur.
Tekið af vef Úrvalshesta
© Úrvalshestar | Neðra Sel | 851 Hella | Sími: 451 2237 | GSM: 659 2237 | Netfang: urvalshestar@urvalshestar.is |
Flokkur: Menning og listir | Breytt 1.9.2008 kl. 10:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.