27.9.2008 | 19:33
Ofurléttur Hlíðdal
Það er ótrúlegur kraftur og mikið líf í Hlíðdal. Hér má sjá hvernig hann tætir yfir þúfurnar á Eyri með svo miklum krafti og fimi að það er engu lagi líkt. Er hann mjög léttur á sér, enginn leti þar á ferð og þarf ekkert að reka á eftir kauða, hann bara leikur sér allan daginn og spólar um. Tilþrifin eru slík að unun er á að horfa, enda er hann óvenju myndarlegur.
Fleiri myndir af Hlíðdal hér
Flokkur: Menning og listir | Breytt 28.9.2008 kl. 08:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.