Húsnotkun

22. mars 2009 (tekið af vef Úrvalshesta)
Glymur frá Skeljabrekku í Holtsmúla á húsi

Stóðhesturinn Glymur frá Innri-Skeljabrekku verður til afnota hér í Holtsmúla fyrir hryssueigendur í vor.  Verð á folatollum er afar sanngjarnt fyrir þennan frábæra hest, en það er 60.000 plús VSK auk kostnaðar fyrir hryssuna.  Glymur er hæst dæmdi vindótti stóðhesturinn í heimi, og setti á sínum tíma heimsmet í hæfileikaeinkunn 4v stóðhesta.  Fjölhæfur og fallegur alhliða gæðingur, með geðslag eins og best verður á kosið.  Þeim sem hafa áhuga er bent á að panta pláss undir Glym hjá Úrvalshestum.  Glymur verður kominn seinnipart apríl og verður fram í miðjan júní.

Þessi mynd náðist af kappanum um daginn, en hann er í léttu trimmi hjá eigendum sínum, knapi er Finnur Kristjánsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband