Viðtal við Agnar í aukablaði Fréttablaðsins

Stjörnur í  Staðarhúsum

Með´ann beinstífan þið bara sjáið það ekki Nú styttist óðum í kynbótasýningar. Spádómar fara á kreik. Agnar Þór Magnússon á Staðarhúsum í Borgarfirði er einn þeirra sem hafa komið fram með flotta stóðhesta undanfarin ár.
Glymur frá Innri-Skeljabrekku sló í gegn fjögurra vetra, fékk 8,38 í einkunn. Hann varð efstur í sínum flokki á FM2005 á Kaldármelum og stóð sig vel á Landsmóti árið á eftir. Hann fékk hins vegar ekki nema 6,5 fyrir fætur.
,,Ég geri alveg eins ráð fyrir því að ég fari með hann í úrtöku í A-flokki fyrir Landsmót," segir Agnar Þór. ,,Hann er sjö vetra í vor. Ég býst þó við að hann fari fyrst í kynbótadóm."
-Mörgum leikur eflaust forvitni á að vita hvernig fæturnir reynast?
,,Það er ekkert lát á þeim. Honum hefur aldrei orðið misdægurt í fótum, þrátt fyrir mikinn fótaburð. Það lítur út fyrir að einkunnin fyrir fótagerð túlki ekki styrkleika fótanna" (Hluti af viðtali er birtist í 1h hestar)

Picture 1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband