Með Sigurdís er sigurinn vís

SigurdisinSigurdís frá Selfossi

Fengum senda þessa flottu mynd ásamt öðrum af henni Sigurdís frá Selfossi. Daman er rétt rúmlega eins vikna, fædd 29. Júni. Eigandi er Ester Broméll og er hún yfir sig hrifin.

Að auki fengum við sendan videobút
þar sem að hún tekur sinn fyrsta stökk sprett.. upphitun fyrir Landsmót 2014 :)

Sjá hér fleiri myndir af Sigurdís hér af dömunni....

Til hamingju Ester:)


Léttur á fæti

LéttirTjáning frá Engihlíð kom með vindótt hestfolald.

Sigurvegarinn hefur fengið nafnið Léttir.

Léttir verður að öllum líkindum verulega hágengur:) enda er Tjáning með 8.5 fyrir tölt og Glymur með eitthvað svipað.Sjá dóm Tjáningar hér.

Léttir 6Léttir er byrjaður að taka sporið og er einstaklega léttur á gangi, eins og pabbi og mamma.

Eigandinn er gríðarlega stoltur og spenntur yfir þessu öllu saman. Fleiri myndir af Létti hér.


Fyrstu folöldin 2009


Glymsdóttirin 020Flott folöld

Fengum sendar þessar myndir af glænýjum Glymsfolöldum.  Fluga Tindsdóttir kastaði 17. maí vindóttu hestfolaldi (til hægri) og síðan kastaði Fjöður Suðradóttir móvindóttu, stjörnóttu merfolaldi (til vinstri og fyrir miðju) í gær, þann 19. maí og eru myndirnar teknar sama dag og það fæddist.

Fleiri myndir af þeim tveimur hér

Til lukku með þetta Haraldur.


Húsnotkun 2009

Frétt tekin af vef Úrvalshesta 26. apríl 2009
Glymur er kominn í Holtsmúla


Hann Glymur er mættur á staðinn og tilbúinn að þjóna hryssum.  Hann er í frábæru standi og merarnar byrjaðar að tínast inn.  Það er búið að panta mikið, en fyrir áhugasama hryssueigendur bendum við á að hringja bara í okkur og athuga hvort að það sé laust, hryssurnar hafa sína hentisemi með það hvenær þeim hentar að hitta Glym, og því myndast stundum eyður þannig að hægt er að koma fleirum að.  Tollurinn kostar einungis 60.000 auk VSK og þjónustugjalds fyrir fengna hryssu.

© Úrvalshestar | Holtsmúli I  | 851 Hella | Sími: 451 2237 | GSM: 659 2237 | Netfang: urvalshestar@urvalshestar.is


Nýjar myndir

_fram_gakk.jpgNýjar myndir í netheimi

Nokkrar góðar myndir er að finna á netinu af Glymi á sýningunni á Hellu. Gaman að sjá og ég þakka ljósmyndurum fyrir það.

seisei_is.pngÁ síðunni seisei.is er að finna mjög flottar myndir. Sjá hér

Hér er svo ein mynd tekin úr þjálfuninni. Hér er Finnur að teyma Glym sem líkar það vel.

 


Minnir á sig....

Glymur og ÞórðurSjóðandi heiturKröftug sveifla

Glymur var léttur, kátur og ofursprækur á frábærri Stóðhestasýningu í Rangárhöllinni

Glymur hefur verið í léttri þjálfun hjá Finni Kristjáns í vetur.

Þórður Þorgeirsson hoppaði á bak og sýndi klárinn fyrir áhugasama stóðhestaunnendur. Náðu þeir vel saman. Takk kærlega

Sjá video hér af Glymi og Þórði.


Stóðhestaveisla í Rangárhöllinni

ja_nudda_mig_827023.jpgPå lørdag kommer lukkudýrið fram....

Glymur stígur dansinn ásamt mörgum öðrum glæsilegum stóðhestum í Rangarárhöllinni laugardaginn 11. apríl.

Knapi verður Þórður gamli...

Spennandi verður að sjá hvernig það lukkast...

Sjá hér veisludagskrána


Húsnotkun

22. mars 2009 (tekið af vef Úrvalshesta)
Glymur frá Skeljabrekku í Holtsmúla á húsi

Stóðhesturinn Glymur frá Innri-Skeljabrekku verður til afnota hér í Holtsmúla fyrir hryssueigendur í vor.  Verð á folatollum er afar sanngjarnt fyrir þennan frábæra hest, en það er 60.000 plús VSK auk kostnaðar fyrir hryssuna.  Glymur er hæst dæmdi vindótti stóðhesturinn í heimi, og setti á sínum tíma heimsmet í hæfileikaeinkunn 4v stóðhesta.  Fjölhæfur og fallegur alhliða gæðingur, með geðslag eins og best verður á kosið.  Þeim sem hafa áhuga er bent á að panta pláss undir Glym hjá Úrvalshestum.  Glymur verður kominn seinnipart apríl og verður fram í miðjan júní.

Þessi mynd náðist af kappanum um daginn, en hann er í léttu trimmi hjá eigendum sínum, knapi er Finnur Kristjánsson


Notkun sumarið 2009

Glymur á Landsmóti Af stað maður

 

Húsnotkun hjá Úrvalshestum að bænum Holtsmúla. © Úrvalshestar | Holtsmúli I  | 851 Hella | Sími: 451 2237 | GSM: 659 2237 | Netfang: urvalshestar@urvalshestar.is

Fyrra gangmál hjá Húnvetningum að bænum Þorkelshóli, upplýsingar og pantanir hjá Magnúsi í Steinnesi (897-3486) eða hjá Gunnari á Þigeyrum (895-4365) eða á netfangið gunnar@thingeyrar.is

Seinna gangmál að bænum Eyri í Svínadal.

Upplýsingar/pantanir í síma: 849-6899 - Finnur

Verð á folatolli - 60 þús. án vsk. + annar kostnaður.

 


  glymsson.jpg 100 afkvæmi

Sálin hans Jóns míns...

sal_fra_sy_stu-fossum_802025.jpgimg_1922.jpgDökk-móvindótt tvístjörnótt

Hún Brynja sendi okkur þessar myndir af stelpunni sinni. Sál frá Syðstu-Fossum heitir þessi meri, komin á þriðja vetur. Hún er frekar smá en þó afar myndarleg, gæti tekið vaxtarkipp:)

Hún sýnir allan gang en fer mest um á tölti, segir eigandinn.

Takk fyrir myndirnar, gaman að fylgjast með...

kv. Glymurgroup

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband