Færsluflokkur: Menning og listir

Svikahrappur á Landsmóti 2012


Glymur í 1. verðlaun fyrir afkvæmi - 1. prize for offspring

GeðgóðurKynmótamat Glymur

9 afkvæmi í 1. verðlaun

Af 303 afkvæmum Glyms frá Innri-Skeljabrekku haf 22 afkvæmi verið dæmd. Glymur hefur hlotið 118 stig í kynbótamati og þar að leiðandi 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Áberandi er hve mörg afkvæma Glyms skeiða vel. Til gamans eru 4 hross með 9 eða meira fyrir skeið, eitt þeirra 9,5. Hæst dæmda afkvæmi Glyms er hinn móvindótti Gígur frá Brautarholti með 8.48 fyrir byggingu og 8.33 fyrir hæfileika, aðaleinkunn 8.39

10 hæst dæmdu hross undan Glymi

Svikahrappur á flugi

Svikahrappur frá Borgarnesi

Með tvo miða á LM

Svikahrappur var léttur og kátur á kynbótabrautinni á Miðfossum. Hlaut hann í dómi 8.35 fyrir hæfileika, 8,5 fyrir tölt, brokk, skeið og vilja og geðslag. Aðaleinkunn 8.19

Til hamingju!!

Svikahrappur frá Borgarnesi

Inn á LM í A flokki

Svikahrappur á brokkiHlaut 8,38 í A flokki

Svikahrappur sveik ekki í Borgarnesi á sameiginlegri úrtöku Vesturlands sem fram fór á laugardaginn var. Ungur og efnilegur fimmgangari á ferðinni.


Léttir frá Bjarnastöðum


Glymur frá Innri-Skeljabrekku, OD12F1

Worldtölt Odense (DK) 24-02-2012

 


8.48 fyrir byggingu, 8.33 fyrir kosti

Gígur frá BrautarholtiGlymur gefur 8.5 fætur

Hinn 5 vetra Gígur frá Brautarholti kom fram á kynbótabraut í Þýskalandi. Hlaut hann t.a.m. 9 fyrir samræmi, háls og herðar og til viðbótar hlaut hann 8.5 fyrir fætur sem er nokkuð merkilegt þar sem móðir hans hlaut 7 fyrir fætur í kynbótadómi. Glymur er því farinn að gefa úrvalsfætur kæru ræktendur. Fyrir hæfileika hlaut Gígur meðal annars 8 fyrir tölt og fegurð í reið, 8.5 fyrir stökk og fet og 9 fyrir skeið og vilja og geðslag.

Til hamingju Glymur og ræktendur Gígs.

Herzlichen Gluckwunsch an Besitzer 

 


Fyrsta 5 gangs keppnin

Svikahrappur á töltiSvikahrappur á brokki

Sjóðheitur á tölti og brokki

Svikahrappur og Agnar tóku þátt í sinni fyrstu 5 gangskeppni á sunnudaginn var í reiðhöllinni Borgarnesi. Lentu þeir félagar í öðru sæti með einkunnina 6.55. Hrappurinn var lipur eins og köttur og dansaði um á tölti og brokki. Fengu þeir 7.17 fyrir tölt og 7 fyrir brokk. Keep on going brothers


Áfram í þjálfun

Svikahrappur frá Borgarnesi

Hrappurinn léttur og kátur

Þó vetur konungur ríki enn er Hrappurinn sjóðheitur á ferðinni. Hér er mynd af honum og Agnari eftir rétt tæpa tvo mánuði í þjálfun á þessu ári. Keep on going brothers...


Glymur og Þórður 2009


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband