Færsluflokkur: Menning og listir

Glymur vann aftur......

Publikum: Glymur er den flotteste hingst

Glymur og Þórður sigruðu stóðhestakeppnina með yfirburðum tveimur tímum eftir sigur í fimmgangi. Glymur fékk 58% allra atkvæða í sms kostningu áhorfenda. Glæsilegur árangur eftir aðeins einn og hálfan mánuð í þjálfun í Þýskalandi.

 


Þórður og Glymur unnu fimmganginn

Glymur2_JE

Frábær úrslit á Heimsbikarmótinu í Óðinsvéum

Glymur og Þórður gerðu sér lítið fyrir og unnu óvænt A-úrslitin í fimmgangskeppninni eftir að hafa komið fimmtu inn í úrslitin. Glæsilegur árangur það. Glymur verðu að auki í úrslitum í stóðhestakeppninni sem hefst eftir korter, áfram Glymur.................Smile

Screen Shot 2012-02-25 at 20.29.21

Hrappurinn


Svíkur ekki Landsmótsgesti

Svikahrappur frá Borgarnesi

Fjögra vetra Svikahrappur kominn inn á Landsmót

Hrappurinn var sjóðheitur í kuldanum á Hvammstanga og flaug inn á Landsmót í fyrstu tilraun í kynbótadómi. Hlaut hann fyrir hæfileika 8.08 og byggingu 7.90 aðaleinkunn 8.01

Sjá nánar á síðu Eiðfaxa

 

 

 


Glymur floginn úr hreiðrinu...

GlymurgroupGlymur í BelgíuÚtrásarvíkingurinn Glymur

Glymur fór í sína fyrstu flugferð í morgun og er nú kominn til Belgíu þar sem hans beið nýtt hesthús með loftkælingu. Eins og Glymi er einum lagið þá lét hann flugið ekkert hagga sér og var hinn rólegasti þegar hann kom á sitt nýja heimili. http://www.enclavehof.be

Við óskum Glymi til hamingju með nýja eigandann og vonandi á hann eftir að gleðja augað áfram og fylja margar glæsihryssur á komandi árum....

Met vriendelijke groet, Glymurgroup


Ungstirnið Svikahrappur

Svikahrappur frá Borgarnesi

Svikahrappur frá Borgarnesi

Nýjasta vonin hjá GF gröddum ehf. tekur hér fyrstu sporin hjá hestasveininum okkar Agnari Magnússyni úrvalsknapa. Svikahrappur sem er undan Glymi frá Innri-Skeljabrekku lofar góðu en hér gefur að líta video af honum þegar hann var búinn að vera í mánuð hjá Agga Rokk.


Glymur á Akureyri

Glymur á Akureyri

Glymur á Akureyri

Við frændurnir fórum í strákaferð til Akureyrar til að kynna þarlendum hrossaræktendum Glyminn. Það var verulega hressandi. Hér má sjá video af Glymi og verðlaunaknapanum Finnsa Kriss (oft fengið verðlaun í Dölunum)


Ævintýrahestur í útlöndum

2_glymur_fra_hala-_roetgen_2_2_2011_foto_berger_team_1057945.jpgFaxmikill Glymur frá Hala-Roetgen

Josef Dohr sendi okkur þessar myndir frá Þýskalandi. Glymur er í þjálfun hjá Joll Schrenk. 

Gengur vel að temja Glym og er sérstaklega þæginlegt að ríða út á honum að vetri til enda er faxið vel sítt, virkar eins og sæng yfir fæturnaWink

 


Góð útkoma hjá Glymi

Glymur í merum 201019 fengnar merar eftir mánuð

Glymur stendur sig gríðarlega vel en eftir fyrsta sónar fyrir norðan kom í ljós að 19 voru með fyli. Í girðingunni voru 35 merar þannig að það er ögn rólegra hjá honum núna. Að vísu hefur verið bætt í girðinguna en Glymur er einstaklega ljúfur þó það sé gert.

Þeir sem vilja athuga þann möguleika á að komast með hryssu til Glyms fyrir norðan er bent á að tala við Einar á Brúnum í síma: 462-7288

 


Á vesturlandi á húsgangmáli til 20. júni

Glymur
 á Landsmóti

100 afkvæmiVegna eldgosins í Eyjafjallajökli verður Glymur ekki til afnota hjá Austur-Landeyingum eins og fyrirhugað var. Þeir sem áttu pantað er velkomið að koma með hryssur sínar í húsnotkun að Eyri.

Húsnotkun

Að bænum Eyri í Svínadal, Hvalfjarðarstrandahreppi (40km frá Reykjavík). Upplýsingar gefur Finnur í síma 849-6899 

Fyrra og seinna gangmál

Í Eyjafirði frá 20. júní hjá Einari í Brúnum. Pantanir á netfangi eingarg@est.is Nánari upplýsingar í síma 462-7288

   

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband