Færsluflokkur: Menning og listir
16.4.2010 | 17:42
Glymur mætir til leiks á Akureyri
Glymur frá Innri-Skeljabrekku kemur fram í TopReiterhöllinni.
Glymur mun sýna sig í höllinni á Akureyri á morgun. Glymur kemur fram ásamt ungri dóttur sinni Hríslu frá Hrísbrú en sú meri hefur verið í þjálfun hjá Agnari Magnússyni.
Allt þetta og meira til á Fákum og fjöri á morgun laugardag kl. 20:30www.lettir.is
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2009 | 22:06
Sjá Glym í stuði
Sjá Glym og Þórður Þorgeirs ofurspræka á frábærri stóðhestasýningu í Rangárhöllinni vorið 2009
Sjá video hér
Menning og listir | Breytt 27.11.2009 kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2009 | 17:47
Flottur foli
- Sigurvin frá Húsavík
- Sigurvin er tveggja vetra foli. Eins og sjá má er Sigurvin vel byggður og prúður. Að sögn eigenda er hann mjög hreyfingamikill og rúmur á brokki og tölti. Afturfótahreyfingarnar miklar svo oft er engur líkara en hann sé undir manni þegar hann hreyfir sig.
- Allt eins og það á að vera:)
- Tekið af vef Húsavíkurhesta
-
Menning og listir | Breytt 24.11.2009 kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2009 | 22:13
Faxprúð, litfríð og gangsöm folöld
Hér koma tvær veturgamlar merar
Dagbjört frá Síðu er hryssa sem tók þátt í folaldasýningu Sörla. Hún stóð sig vel þar.
Skykkja frá Kópavogi er að sögn eiganda algjört fyrirmyndar hross í alla staði. Geðgóð, falleg, faxprúð og gangsöm.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2009 | 13:24
14 sónaðar með fyli
Sónað var síðastliðinn föstudag
22 merar voru sónaðar af þeim 28 merum sem eru hjá Glymi nú á seinna gangmáli. 14 af þessum 22 fengu staðfest fyl hjá dýralækni.Frábær útkoma hjá Glymi sem er frjósamur með afbrigðum.
Það sem af er sumri hefur Glymur því fyljað 66 merar.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2009 | 17:06
Frábær fyljun.....
Frábær fyljun það sem af er sumri.
Nú þegar eru staðfest fyl í sumar undan Glymi orðin 52. Glymur var á suðurlandinu í húsnotkun með 24 staðfest fyl. Í fyrra gangmáli var Glymur í Húnavatnssýslunni í girðingu með 31 meri og af þeim voru 28 með staðfest fyl.
Glymur hefur verið afar vinsæll í sumar, er í góðu standi og hefur allt gengið mjög vel. Nú stendur yfir seinna gangmál en það er verulega spennandi að sjá hver niðurstaðan verður þegar haustið bankar á dyr.
Menning og listir | Breytt 29.8.2009 kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2009 | 21:27
Glymur kominn heim
Nú hefur Glymur verið á flakki í allt sumar og er loksins kominn heim eftir náin kynni við fjölmargar merar á suður- og norðurlandi.
Skuggi, hundurinn á Eyri er sæll og glaður með það enda eru þeir miklir vinir:)
Í gær byrjaði Glymur á seinna gangmáli á Eyrinni. Vel á þriðja tug mera eru hjá honum núna og er Glymur í góðu standi.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2009 | 17:56
Á framabraut...
Þann 7. júlí fæddist þessi glæsilegi hestur undan Glym frá Innri-Skeljabrekku og Freyju frá Enni. Freyja er í eigu Úrvalshesta.
Folinn ungi hefur fengið nafnið Frami, og er að sögn eigenda hreyfingafallegur, hágengur og spennandi.
Til hamingju með þetta Svanhildur og Maggi.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2009 | 10:01
Spök Glymsdóttir
Spök från Dalbyn (SE2008208552) e: Glymur frá Innri-Skeljabrekku
The pictures are take 090605
Hér koma fleiri myndir
Til hamingju Sandra
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2009 | 09:49
Flottar myndir
Kom í heiminn í byrjun júní
Þessi hryssa hefur fengið nafnið Hít. Eigandinn hún Chantal sendi okkur nokkrar flottar myndir af henni og hér koma þær.
Thanks Chantal og til hamingju:)
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)